Snemmsónar 22. september :)
+3
holle
litlaF
Maí - 2016
7 posters
Blaðsíða 1 af 1
Snemmsónar 22. september :)
Sælar dömur.
Við erum orðnar svo margar í þessari grúppu en til upprifjunar þá er ég ellismellurinn...36 ára gömul
Fórum í snemmsónarinn í morgun og miðað við síðustu blæðingar er ég komin 7v+1d.
Snemmsónar sýndi þessa líka fínu halakörtu með góðan hjartslátt og viti menn, mælingar á stærð fósturs staðfesta nákvæmlega mína útreikninga.
Settur dagur er 10. maí. Búin að vera bíða eftir þessum tíma því þetta er allt svo óraunverulegt og gaman að vita til þess að kerfið virki um 17 árum frá síðustu meðgöngu:)
Næst er svo bara að lesa sér til um fósturskimanir og hnakkaþykktarmælingu sem okkur "gömlu" er ráðlagt að fara í.
Langaði bara að deila þessu með ykkur. Gengur annars mjög vel, oftar á wc og stærri og aumari brjóst en annars finn ég ekki fyrir neinu öðru...nema þreytunni.
Gangi ykkur öllum vel og hlakka til að vera áfram í sambandi
Við erum orðnar svo margar í þessari grúppu en til upprifjunar þá er ég ellismellurinn...36 ára gömul
Fórum í snemmsónarinn í morgun og miðað við síðustu blæðingar er ég komin 7v+1d.
Snemmsónar sýndi þessa líka fínu halakörtu með góðan hjartslátt og viti menn, mælingar á stærð fósturs staðfesta nákvæmlega mína útreikninga.
Settur dagur er 10. maí. Búin að vera bíða eftir þessum tíma því þetta er allt svo óraunverulegt og gaman að vita til þess að kerfið virki um 17 árum frá síðustu meðgöngu:)
Næst er svo bara að lesa sér til um fósturskimanir og hnakkaþykktarmælingu sem okkur "gömlu" er ráðlagt að fara í.
Langaði bara að deila þessu með ykkur. Gengur annars mjög vel, oftar á wc og stærri og aumari brjóst en annars finn ég ekki fyrir neinu öðru...nema þreytunni.
Gangi ykkur öllum vel og hlakka til að vera áfram í sambandi
Maí - 2016- Fjöldi innleggja : 15
Join date : 07/09/2015
Re: Snemmsónar 22. september :)
Frábært Það er svo yndislegt að fá að sjá litlu klessuna og hjartsláttinn, róar líka taugarnar ansi mikið
litlaF- Fjöldi innleggja : 42
Join date : 07/09/2015
Re: Snemmsónar 22. september :)
Frábært hvaða fósturskimanir er þér ráðlagt að fara í? Ég er sjálf 34...
holle- Fjöldi innleggja : 13
Join date : 05/09/2015
Re: Snemmsónar 22. september :)
Við fórum í snemmsónarinn í gær og er líka sett 10. maí Allt í gúddí bara
Ratatoskur- Fjöldi innleggja : 14
Join date : 07/09/2015
Re: Snemmsónar 22. september :)
Mér þykir leitt að skemma þetta fyrir þér en ætli ég sé ekki ellismellurinn hérna, 37 ára takk
Ég fer í snemmsónarinn á fimmtudaginn og fæ vonandi eins góðar fréttir og þú
Það er einmitt að mörgu að huga núna hjá okkur ellismellunum, hvað á maður eiginlega að gera
Ég fer í snemmsónarinn á fimmtudaginn og fæ vonandi eins góðar fréttir og þú
Það er einmitt að mörgu að huga núna hjá okkur ellismellunum, hvað á maður eiginlega að gera
rauðrófan- Fjöldi innleggja : 4
Join date : 18/09/2015
Re: Snemmsónar 22. september :)
Haha þið látið þetta hljóma eins og þið séuð 100 ára. Til hamingju með þetta og vonandi gengur allt glimrandi vel. Kv ein 31 árs
smile1016- Fjöldi innleggja : 14
Join date : 06/09/2015
Re: Snemmsónar 22. september :)
Þið eruð dásamlegar takk:)
Rauðrófa...ég er 78 módel og verð því 37 eftir rúman mánuð hehe.
Ljósmóðirin sem framkvæmdi snemmsónarinn (er á landsbyggðinni en uppruninn úr borginni) lét okkur hafa beiðni í sónarskoðun sem er gerð í Rvk eða fyrir norðan, við förum suður því þaðan erum við. Um er að ræða hnakkaþykktarmælingu s.s. sónarskoðun með svokölluðu líkindamati. Þar eiga að koma fram líkur á litningagöllum osfvr. Á eftir að lesa mér nánar til en við förum væntanlega í allar skoðanir sem bjóðast. Mér skylst að það séu leiðbeinandi reglur sem fela í sér að upplýsa vel okkur eldri um þessar skoðanir og hvetja til að við förum. Hnakkaþykktamælingin er framkvæmd í sónar. Ef hún leiðir eitthvað óeðlilegt í ljós er boðið upp á frekari skoðun sem var svona meira inngrip.
Eigum að geta lesið okkur til um helstu fósturskimanir/skoðanir á vef heilsugæslunnar og líklega víðar, þarf að leggast í smá rannsóknarvinnu en ætla þó bara gera ráð fyrir að allt sé í orden þrátt fyrir himinháan aldur..
Rauðrófa...ég er 78 módel og verð því 37 eftir rúman mánuð hehe.
Ljósmóðirin sem framkvæmdi snemmsónarinn (er á landsbyggðinni en uppruninn úr borginni) lét okkur hafa beiðni í sónarskoðun sem er gerð í Rvk eða fyrir norðan, við förum suður því þaðan erum við. Um er að ræða hnakkaþykktarmælingu s.s. sónarskoðun með svokölluðu líkindamati. Þar eiga að koma fram líkur á litningagöllum osfvr. Á eftir að lesa mér nánar til en við förum væntanlega í allar skoðanir sem bjóðast. Mér skylst að það séu leiðbeinandi reglur sem fela í sér að upplýsa vel okkur eldri um þessar skoðanir og hvetja til að við förum. Hnakkaþykktamælingin er framkvæmd í sónar. Ef hún leiðir eitthvað óeðlilegt í ljós er boðið upp á frekari skoðun sem var svona meira inngrip.
Eigum að geta lesið okkur til um helstu fósturskimanir/skoðanir á vef heilsugæslunnar og líklega víðar, þarf að leggast í smá rannsóknarvinnu en ætla þó bara gera ráð fyrir að allt sé í orden þrátt fyrir himinháan aldur..
Maí - 2016- Fjöldi innleggja : 15
Join date : 07/09/2015
Re: Snemmsónar 22. september :)
Sælar,
Gaman að sjá hvað það eru margir "ellismellir" ég hélt ég yrði ein, en ég er sjálf 35 ára.
Ekki það að aldur breyti öllu, við erum allar að ganga í gegnum það sama
Ég er orðin spennt fyrir 12 vikna sónar, er komin 8v2d í dag og á að hitta ljósmóður eftir 2 vikur. Geri ráð fyrir að fá beiðni í 12 vikna sónar þá. Ég ætla að fara í hnakkaþykktarmælingu sökum aldurs en það er hægt að lesa sér til um þetta allt á vef Landspítalans ef einhverjar hafa áhuga: 11-14 vikna fósturskimun
Gaman að sjá hvað það eru margir "ellismellir" ég hélt ég yrði ein, en ég er sjálf 35 ára.
Ekki það að aldur breyti öllu, við erum allar að ganga í gegnum það sama
Ég er orðin spennt fyrir 12 vikna sónar, er komin 8v2d í dag og á að hitta ljósmóður eftir 2 vikur. Geri ráð fyrir að fá beiðni í 12 vikna sónar þá. Ég ætla að fara í hnakkaþykktarmælingu sökum aldurs en það er hægt að lesa sér til um þetta allt á vef Landspítalans ef einhverjar hafa áhuga: 11-14 vikna fósturskimun
maís- Fjöldi innleggja : 22
Join date : 08/09/2015
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum