Snemmsónar búinn
4 posters
Blaðsíða 1 af 1
Snemmsónar búinn
Ég var að koma úr snemmsónar og sást fínn hjartslátttur og allt leit vel út. Er komin aðeins lengra en ég hélt, semsagt 7v6d og settur dagur 6. maí
Þið sem eruð "komin á aldur", ætlið þið í líkindamatið? Ég er 37 ára og er ekki viss um að ég vilji fara...
Þið sem eruð "komin á aldur", ætlið þið í líkindamatið? Ég er 37 ára og er ekki viss um að ég vilji fara...
rauðrófan- Fjöldi innleggja : 4
Join date : 18/09/2015
Re: Snemmsónar búinn
Dásamlegt að heyra
Ég held við förum í líkindamatið. Ætla bara gera ráð fyrir að allt verði í lagi nema annað komi í ljós. Hvort maður þiggi svo frekari fósturgreiningu ef líkindamatið kemur illa út...það er mögulega hausverkurinn. Er svolítið hugsi með það og átta mig ekki alveg á því núna. Finn að ég er með annað viðhorf núna en fyrir 17 árum þegar ég var ófrísk af unglingum ef fram kæmu vísbendingar um einhver frávik.
Fáum kannski að fylgjast með við sem ætlum í þessa skoðun, hvernig fer.
Ég held við förum í líkindamatið. Ætla bara gera ráð fyrir að allt verði í lagi nema annað komi í ljós. Hvort maður þiggi svo frekari fósturgreiningu ef líkindamatið kemur illa út...það er mögulega hausverkurinn. Er svolítið hugsi með það og átta mig ekki alveg á því núna. Finn að ég er með annað viðhorf núna en fyrir 17 árum þegar ég var ófrísk af unglingum ef fram kæmu vísbendingar um einhver frávik.
Fáum kannski að fylgjast með við sem ætlum í þessa skoðun, hvernig fer.
Maí - 2016- Fjöldi innleggja : 15
Join date : 07/09/2015
Re: Snemmsónar búinn
Ég var að panta 12 vikna sónar og óskaði eftir líkindamati. Hvað gerist svo kemur bara í ljós.
maís- Fjöldi innleggja : 22
Join date : 08/09/2015
Re: Snemmsónar búinn
Ég fór à seinustu tvemur og ætla núna,ég er samt bara 22 èg vil vita ef að það er eh að svo að ég geti undirbúið mig undir það hvernig sem àkvörðunin væri.
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum