Maíbumbur 2016
Would you like to react to this message? Create an account in a few clicks or log in to continue.

Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :)

+2
Maíbarn
emg110
6 posters

Go down

Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :) Empty Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :)

Innlegg by emg110 Mið Sep 30, 2015 11:07 pm

Við fengum smá hræðslukast um helgina, það byrjaði að blæða snemma á sunnudagsmorguninn og ég ákvað strax að liggja bara kyrr og hringdi í kvennsjúkdómalækninn minn sem gaf mér tíma strax á mánudagsmorguninn fyrir opnun. Þegar til hans var komið þá kom í ljós að það höfðu verið tveir sekkir og annar var að fara, sem skapaði blæðingu í leginu og setti seinni sekkinn í hættu. Ég fékk það ráð að reyna ekkert á mig en ég þurfti samt að vera á hreyfingu til þess að fá blóðið niður og viti menn þá hætti blóðið að láta sjá sig..... Fyrsta sinn sem maður hefur óskað eftir því að fá blæðingu á meðgöngu!
Ég var samt verkjalaus allan tímann sem hélt mér nokkuð jákvæðri og svo fór ég aftur í morgun til kvennsa og viti menn, blæðingin farin og sekkurinn sem er eftir er í fullu fjöri og hafði tekið mikinn stærðarkipp frá því á mánudaginn þó það sé allt í mm talið Very Happy

Við erum búin að vera að reyna nokkuð lengi og oft farið í gegnum það að missa fóstur og aldrei komist í gegnum það að það byrji að blæða þannig okkur finnst mikill sigur unninn á þessu heimili þó svo að það sé töluverður spölur eftir til þess að vera "örugg". Mér finnst líka hrikalega leiðinlegt að vita að það hafi verið tveir sekkir en eftir að hafa misst svona oft þá er ég samt voðalega glöð og þakklát fyrir það að það sé enn einn að berjast Very Happy

Langaði bara að deila þessu með ykkur dömunum og vona að öllum gangi vel..... Smile
emg110
emg110

Fjöldi innleggja : 11
Join date : 21/09/2015

Til baka efst á síðu Go down

Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :) Empty Re: Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :)

Innlegg by Maíbarn Mið Sep 30, 2015 11:36 pm

Æðislegt að heyra að þessi hafi haldið sér fast. Ég er að bíða eftir tíma à Þriðjudaginn afþví að ég gæti mögulega verið með dulið fósturlát,erfið bið.
Maíbarn
Maíbarn
Admin

Fjöldi innleggja : 57
Join date : 04/09/2015

https://maibumbur2016.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :) Empty Re: Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :)

Innlegg by smile1016 Fim Okt 01, 2015 12:54 pm

Gott að heyra að annar heldur sér fast. Smile

smile1016

Fjöldi innleggja : 14
Join date : 06/09/2015

Til baka efst á síðu Go down

Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :) Empty Re: Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :)

Innlegg by litlaF Fim Okt 01, 2015 1:00 pm

Gott að heyra Smile Gangi þér vel Smile

litlaF

Fjöldi innleggja : 42
Join date : 07/09/2015

Til baka efst á síðu Go down

Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :) Empty Re: Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :)

Innlegg by emg110 Fim Okt 01, 2015 3:56 pm

Takk fyrir það stelpur :-)

Leiðinlegt að heyra Maíbarn, ég hef gengið í gegnum dulið fósturlát og það er alveg ömurlegt og þá sérstaklega biðtíminn. Það eina sem maður þarf virkilega það er að vita hvað er að gerast :-( Átt alla mína samúð, vona að þér gangi vel.
emg110
emg110

Fjöldi innleggja : 11
Join date : 21/09/2015

Til baka efst á síðu Go down

Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :) Empty Re: Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :)

Innlegg by maibumba Fös Okt 02, 2015 2:13 am

Maíbarn skrifaði:Æðislegt að heyra að þessi hafi haldið sér fast. Ég er að bíða eftir tíma à Þriðjudaginn afþví að ég gæti mögulega verið með dulið fósturlát,erfið bið.


Æji en leiðinlegt að heyra, hvernig fattaðiru að þú gætir mögulega verið með dulið fósturlát? Sad Er maður ekki yfirleit með einkennin áfram þegar það er dulið?

maibumba

Fjöldi innleggja : 21
Join date : 06/09/2015

Til baka efst á síðu Go down

Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :) Empty Re: Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :)

Innlegg by emg110 Fös Okt 02, 2015 11:41 am

Mér fannst einkennin mín vera farin að minnka viku áður en ég átti að fara í 12 vikna sónarinn (sem getur alveg verið norm) og það var ekki að koma neitt blóð. Ég ákvað því bara að bíða eftir 12 vikna sónarnum, þó mér væri farið að gruna þetta en þá kom blóð daginn áður en ég átti að mæta. Svo kom í ljós að þá hafði fóstrið dáið á 7-8 viku en líkaminn hélt áfram að plata mig.
Var enginn séns fyrir þig að komast fyrr að hjá kvennsa? :-(
emg110
emg110

Fjöldi innleggja : 11
Join date : 21/09/2015

Til baka efst á síðu Go down

Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :) Empty Re: Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :)

Innlegg by Maíbarn Fös Okt 02, 2015 12:48 pm

maibumba skrifaði:
Maíbarn skrifaði:Æðislegt að heyra að þessi hafi haldið sér fast. Ég er að bíða eftir tíma à Þriðjudaginn afþví að ég gæti mögulega verið með dulið fósturlát,erfið bið.


Æji en leiðinlegt að heyra, hvernig fattaðiru að þú gætir mögulega verið með dulið fósturlát? Sad Er maður ekki yfirleit með einkennin áfram þegar það er dulið?

Ég fór í snemmsónar 10.sept þà ætti ég að vera komin í seinasta lagi 5v4d en þar sàst ekkert nema þykknun í legi sem bendir til þungunar þannig var gefin tíma 22.sept þar var komin baun og sekkur en mældist bara 5v og engin hjartslàttur þannig var gefin tíma aftur 6.oktober til að sjà hvort eh sé buið að breytast en ég hefði þurft að fà jàkvætt við getnað (fékk jàkvætt 1.sept) til þess að þetta passi. Ég er með bullandi einkenni,engin blæðing né verkir. Dulið fósturlàt er þegar að fóstrið hættir að vaxa en líkaminn fattar það ekki . Legið vex àfram og allt eins og eðlileg meðganga en fóstrið stundum löngu làtið. Þetta er ein af àstæðunum að ég myndi aldrei sleppa snemmsónar.
Maíbarn
Maíbarn
Admin

Fjöldi innleggja : 57
Join date : 04/09/2015

https://maibumbur2016.icelandforum.net

Til baka efst á síðu Go down

Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :) Empty Re: Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :)

Innlegg by emg110 Fös Okt 02, 2015 12:59 pm

Já ég er alveg sammála því, snemmsónarinn er mjög mikilvægur til að greina þetta sem fyrst ef maður nær honum á þeim tíma. Láttu okkur endilega vita hvað kemur í ljós hjá þér, vonum það allra besta, það er allavega gott að það sé ekki farið að blæða vonandi fer þetta bara á besta veg.....
emg110
emg110

Fjöldi innleggja : 11
Join date : 21/09/2015

Til baka efst á síðu Go down

Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :) Empty Re: Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :)

Innlegg by Norgegella Fös Okt 02, 2015 1:18 pm

Ég lenti í duldu fósturláti síðast, ég ætla samt ekki í snemmsónar enda hefði snemmsónar ekki hjálpað hjá mér síðast þar sem fóstrið dó á 9. viku. Ef ég hefði farið í snemmsónar hefði ég gert það í kringum 7. viku :/ En stærsta ástæðan fyrir að ég fer ekki í snemmsónar er að hér er ekkert hlaupið að því að komast í þannig og það er dýrt.

En til upphafsinnleggs: Frábært að seinni sekkurinn heldur sér og vonandi nær hann að halda sér alveg föstum Smile

Norgegella

Fjöldi innleggja : 12
Join date : 27/09/2015

Til baka efst á síðu Go down

Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :) Empty Re: Allt er gott sem endar vel.... í bili..... :)

Innlegg by Sponsored content


Sponsored content


Til baka efst á síðu Go down

Til baka efst á síðu


 
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum