Brún útferð... Hefur einhver lent í því?
4 posters
Blaðsíða 1 af 1
Brún útferð... Hefur einhver lent í því?
Sorrý, veit þetta er ekki geðslegt umræðuefni...
Um helgina byrjaði að koma örlítil brún útferð hjá mér og er enn að koma. Finn ekki fyrir neinum verkjum og þetta er alveg lyktarlaust.
Ég hringdi uppá deild í morgun, talaði þar við tvær hjúkkurnar á sitthvorri deildinni, önnur þeirra ráðfærði sig við ljósmóðir. Allar sögðu þær við mig að þetta væri eðlilegt á þessum tíma, er komin 6v4d. Svo lengi sem ég er ekki með neina verki.
Ég er ekki búin að fara í snemmsónar, fer ekki fyrr en næsta mánudag.
Ég hef áður fengið utalegsfóstur og þá byrjaði það svona, brún útferð í viku og þá fékk ég hræðilega kviðverki. Svo ég er pínu smeyk við þetta, en er að reyna að vera jákvæð.
En langaði að athuga hvort einhver ykkar hafi lent í þessu og deilt með mér reynslu sinni?
Um helgina byrjaði að koma örlítil brún útferð hjá mér og er enn að koma. Finn ekki fyrir neinum verkjum og þetta er alveg lyktarlaust.
Ég hringdi uppá deild í morgun, talaði þar við tvær hjúkkurnar á sitthvorri deildinni, önnur þeirra ráðfærði sig við ljósmóðir. Allar sögðu þær við mig að þetta væri eðlilegt á þessum tíma, er komin 6v4d. Svo lengi sem ég er ekki með neina verki.
Ég er ekki búin að fara í snemmsónar, fer ekki fyrr en næsta mánudag.
Ég hef áður fengið utalegsfóstur og þá byrjaði það svona, brún útferð í viku og þá fékk ég hræðilega kviðverki. Svo ég er pínu smeyk við þetta, en er að reyna að vera jákvæð.
En langaði að athuga hvort einhver ykkar hafi lent í þessu og deilt með mér reynslu sinni?
holle- Fjöldi innleggja : 13
Join date : 05/09/2015
Re: Brún útferð... Hefur einhver lent í því?
Sæl holle.
Ég hef ekki reynslu af slíku. Vona þetta sé ekkert óeðlilegt eins og þær segja og gangi þér vel.
Skil ósköp vel að biðin eftir snemmsónar verði erfið vegna þessa.
Sendi þér góða strauma.
Ég hef ekki reynslu af slíku. Vona þetta sé ekkert óeðlilegt eins og þær segja og gangi þér vel.
Skil ósköp vel að biðin eftir snemmsónar verði erfið vegna þessa.
Sendi þér góða strauma.
Maí - 2016- Fjöldi innleggja : 15
Join date : 07/09/2015
Re: Brún útferð... Hefur einhver lent í því?
Þetta á að vera fullkomlega eðlilegt á þessum tíma en myndi hringja strax niður á deild ef þú ferð að finna verki. Þegar ég varð ólétt af pjakknum mínum eftir að hafa misst nokkrum mánuðum áður fékk ég að koma í tékk þegar ég var að farast úr stressi einn daginn, var viss um að eitthvað væri að, þær hafa ekkert boðið þér að koma? Kemstu ekkert fyrr að hjá einhverjum kvennsanum, bara svona til að róa taugarnar? Biðin er alveg ömurleg :/
litlaF- Fjöldi innleggja : 42
Join date : 07/09/2015
Re: Brún útferð... Hefur einhver lent í því?
Hjúkkan sagði að mér væri velkomið að hringja í þær hvenær sem er, áður en hún ráðfærði sig við ljósmóðurina þá vildi hún fá mig í skoðun. En hætti svo við. Ef þetta heldur áfram næstu daga þá hringi ég aftur uppeftir og bið um skoðun.
Maður verður bara svo smeykur þegar maður hefur áður lent í fósturláti....
Maður verður bara svo smeykur þegar maður hefur áður lent í fósturláti....
holle- Fjöldi innleggja : 13
Join date : 05/09/2015
Re: Brún útferð... Hefur einhver lent í því?
Ég var með svona útferð i margar vikur a síðustu meðgöngu og ekkert að. Ég er nyhætt a þessari meðgöngu en var með i ca 2 vikur
kjammi- Fjöldi innleggja : 16
Join date : 11/09/2015
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum