Ráð við ógleði
3 posters
Blaðsíða 1 af 1
Ráð við ógleði
Jæja stelpur, eruð þið nokkuð með einhver töfraráð við þessari ógleði? Er að drepast nánast allan daginn og á erfitt með að finna mér eitthvað að borða
maibumba- Fjöldi innleggja : 21
Join date : 06/09/2015
Re: Ráð við ógleði
Æ, finn til með þér. Þetta er ömurlegt tímabil. Ég hef fundið fyrir þessari velgju og ógleði mis mikið allan daginn. Það eina sem mér finnst hjálpa er að reyna að finna það sem ég get mögulega sett ofan í mig og borðað í litlum skömmtum. T.d. borða ég stundum melónu á morgnanna og er að smatta á henni hálfan morguninn. Það eina sem mér finnst slá á velgjuna er matur, í hversu litlum skömmtum sem hann er.
Ljósmóðirinn minntist einnig á lyfið Postafen sem er notað við ógleði og hægt að fá án lyfseðils í apótekum. Það virkaði ekki fyrir mig þegar ég var sem verst en kannski hjálpar það öðrum. Einnig hafa sumar konur fundið mun á því að sleppa fólínsýrunni eða taka hana á kvöldin í stað morgnanna.
Ljósmóðirinn minntist einnig á lyfið Postafen sem er notað við ógleði og hægt að fá án lyfseðils í apótekum. Það virkaði ekki fyrir mig þegar ég var sem verst en kannski hjálpar það öðrum. Einnig hafa sumar konur fundið mun á því að sleppa fólínsýrunni eða taka hana á kvöldin í stað morgnanna.
maís- Fjöldi innleggja : 22
Join date : 08/09/2015
Re: Ráð við ógleði
Hafa alltaf til eh þurrt og saltað t.d ritz kex, nachos, þurrt cheerios,ristað brauð,popp og drekka mikið vatn. Borða reglulega og litið i einu . Aldrei verða svöng ,mikilvægt að passa það finnst betra að borða kalda hluti frekar en heitan mat. Engifer hjàlpar,frostpinnar og sterkir brjóstsykrar hjàlpa mèr mikið. Aldrei taka vitamin a morgnana. Ég gerði þau mistök í gær í fyrsta skipti ever. ég hélt engu niðri allan daginn og endalaus ælu tilfinning. Mér finnst best að taka þau með kvöldmat. Hef lika heyrt að sjóveikisbönd hjàlpi en hef ekki reynslu à því sjàlf. Vera í fersku lofti hef tekið eftir því að ógeðin versnar svakalega mikið í þungulofti.
Re: Ráð við ógleði
Takk æðislega fyrir þessi tips, ég ætla klárlega að prufa þetta! gæti einmitt alveg hugsað mér að borða t.d. melónu og nachos eða ritz kex
maibumba- Fjöldi innleggja : 21
Join date : 06/09/2015
Blaðsíða 1 af 1
Permissions in this forum:
Þú getur ekki svarað spjallþráðum á þessum umræðum